Í Þorlákshöfn er mikið úrval lóða ætlaðar fyrirtækjum af ýmsum stærðum og gerðum. Fyrir liggur skipulag á stóru iðnaðar- og þjónustusvæði við höfnina og á upplandi hafnarinnar. Landrými er mikið og aðstæður allar góðar til uppbyggingar.
Mykines, Akranes og Mistral, flutningaskip færeyska skipafélagsins Smyril-Line Cargo, sigla vikulega milli Rotterdam í Hollandi, Hirtshals í Danmörku og Þorlákshafnar allan ársins hring.