top of page

FERJUSIGLINGAR

Færeyska skipafélagið Smyril Line Cargo, sem á og rekur farþega- og vöruflutningaferjuna Norrænu, siglir núna tvisvar í viku á milli Þorlákshafnar og Rotterdam með flutningaferjunnum Mykines og Akranes. Mykines er 19 þúsund tonna flutningaferja sem getur tekið 90 tengivagna og 500 bíla í hverri ferð. Systurskipið Akranes er aðeins minna eða um 10.500 tonn og getur tekið  um 100 vöruflutningavagna í hverri ferð. Þriðja ferjan Mistral, einnig um 10.500 tonn, siglir á milli milli Þorlákshafnar og Hirtshals í Danmörku. Allar ferjurnar koma við í Færeyjum annað hvort á leiðinni til eða frá Íslandi.

Ferjusiglingarnar hafa stóraukið umsvif í Þorlákshöfn og væntingar eru um að þær stuðli að enn frekari vexti og atvinnuuppbyggingu á svæðinu.

All_routes_2022.jpg

Með því að bæta við einni áætlun í viku hefur þjónusta Smyril Line Cargo við íslenska markaðinn stóraukist og tengslin við suðvesturhorn landsins eflst.

Nú er siglt er þrisvar í viku á milli Þorlákshafnar, Rotterdam, og Hirtshals með viðkomu í Færeyjum og flutningstími styst fyrir bæði inn- og útflutning frá því sem var.

bottom of page