FERJUSIGLINGAR

Færeyska skipafélagið Smyril Line Cargo, sem á og rekur farþega- og vöruflutningaferjuna Norrænu, hefur siglt á milli Þorlákshafnar og Rotterdam með flutningaferjunni Mykines, 19 þúsund tonna flutningaferju sem getur tekið 90 tengivagna og 500 bíla í hverri ferð. Nú hefur annað skip, Mistral, sömuleiðis hafið vikulegar siglingar á milli milli Þorlákshafnar og Hirtshals í Danmörku með viðkomu í Færeyjum eins og Mykines. Nýja ferjan er aðeins minni, um 10.500 tonn, og getur tekið 100 vöruflutningavagna í hverri ferð. Ferjusiglingarnar hafa stóraukið umsvif í Þorlákshöfn og væntingar eru um að þær stuðli að enn frekari vexti og atvinnuuppbyggingu á svæðinu.

SLC-Routes_2020.jpg

Með tilkomu nýju ferjunnar hefur þjónusta Smyril Line Cargo við íslenska markaðinn stóraukist og tengslin við suðvesturhorn landsins eflst.

Nú er siglt er vikulega á milli Þorlákshafnar, Rotterdam, og Hirtshals með viðkomu í Færeyjum og flutningstími styst fyrir bæði inn- og útflutning frá því sem var.