top of page

Sveitarfélagið Ölfus nær frá Krýsuvík í vestri að Alviðru við Ingólfsfjall í austri og er um 750 km2. Landslag sveitarfélagsins einkennist af sandfjörum, klettabjörgum, hellum, hrauni og jarðhitasvæðum. Helstu atvinnugreinar eru fiskveiðar og vinnsla, verslun og þjónusta, landbúnaður og iðnaður.

Á síðustu árum hefur verið unnið að verkefnum sem hafa það að markmiði að gera sveitarfélagið að eftirsóknarverðum stað til búsetu og ekki síður að áhugaverðum valkosti fyrir  atvinnustarfsemi. Í sveitarfélaginu búa í dag tæplega 2400 manns en þar af eru tæplega 1900 búsettir í Þorlákshöfn.

ÞORLÁKSHÖFN

Innviðir sveitarfélagsins eru mjög sterkir og alla helstu þjónustu er að finna í Þorlákshöfn. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í íþróttamannvirkjum og bæði leik- og grunnskóli eru í hæsta gæðaflokki. Stuttar vegalengdir á milli staða gera börnum kleift að ganga örugg í skóla og tómstundastarf. Góðar og greiðar samgöngur eru frá sveitarfélaginu til allra átta. Höfuðborgarsvæðið er í seilingarfjarlægð en það tekur aðeins 30 mínútur að keyra til Reykjavíkur frá Þorlákshöfn.

bottom of page