![](https://static.wixstatic.com/media/f14419_ca2bc6b8e50b4b7d967362fd354e40cd~mv2.jpg/v1/fill/w_980,h_519,al_c,q_85,usm_0.66_1.00_0.01,enc_avif,quality_auto/f14419_ca2bc6b8e50b4b7d967362fd354e40cd~mv2.jpg)
![](https://static.wixstatic.com/media/f14419_366c6fd71da64811a5d6d0918d5d571e~mv2.png/v1/fill/w_300,h_400,al_c,q_85,enc_avif,quality_auto/f14419_366c6fd71da64811a5d6d0918d5d571e~mv2.png)
Sveitarfélagið Ölfus nær frá Krýsuvík í vestri að Alviðru við Ingólfsfjall í austri og er um 750 km2. Landslag sveitarfélagsins einkennist af sandfjörum, klettabjörgum, hellum, hrauni og jarðhitasvæðum. Helstu atvinnugreinar eru fiskveiðar og vinnsla, verslun og þjónusta, landbúnaður og iðnaður.
Á síðustu árum hefur verið unnið að verkefnum sem hafa það að markmiði að gera sveitarfélagið að eftirsóknarverðum stað til búsetu og ekki síður að áhugaverðum valkosti fyrir atvinnustarfsemi. Í sveitarfélaginu búa í dag tæplega 2400 manns en þar af eru tæplega 1900 búsettir í Þorlákshöfn.
ÞORLÁKSHÖFN
Innviðir sveitarfélagsins eru mjög sterkir og alla helstu þjónustu er að finna í Þorlákshöfn. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í íþróttamannvirkjum og bæði leik- og grunnskóli eru í hæsta gæðaflokki. Stuttar vegalengdir á milli staða gera börnum kleift að ganga örugg í skóla og tómstundastarf. Góðar og greiðar samgöngur eru frá sveitarfélaginu til allra átta. Höfuðborgarsvæðið er í seilingarfjarlægð en það tekur aðeins 30 mínútur að keyra til Reykjavíkur frá Þorlákshöfn.
![](https://static.wixstatic.com/media/f14419_290e9f6f8a3e4d96ad15cc35d75af9d0~mv2.jpg/v1/fill/w_490,h_295,al_c,q_80,usm_0.66_1.00_0.01,enc_avif,quality_auto/f14419_290e9f6f8a3e4d96ad15cc35d75af9d0~mv2.jpg)