Höfnin í Þorlákshöfn hefur verið í mikilli uppbyggingu síðustu ár og stefnan er á enn frekari uppbygginu sem þjónustað getur stærri skip.
Höfnin byggðist upphaflega sem fiskiskipahöfn en vöruflutningar um hana hafa aukist mikið. Vegna landfræðilegrar legu og bættrar hafnaraðstöðu má búast við miklum vexti vöruflutninga um höfnina. Hægt að stytta siglingatímann til Íslands töluvert með því að sigla til Þorlákshafnar frá Evrópu í stað Reykjavíkur. Á siglingaleiðinni munar allt að 10 klukkustundum aðra leiðina á meðan ferð frá Þorlákshöfn, landleiðina, til Reykjavíkur tekur einungis rúmlega hálfa klukkustund. Í dag siglir Smyril Line Cargo þrisvar sinnum í viku með flutningaferjunnum Mykines, Akranes og Mistral, á milli Þorlákshafnar, Rotterdam og Hirtshals með viðkomu í Færeyjum.
Í Þorlákshöfn eru ekki síður stór tækifæri til farþegaflutninga um höfnina en í því sambandi má nefna skemmtiferðaskip og farþegaferjur sb. Norrænu. Höfnin er þegar í dag í stakk búin til að taka á móti skemmtiferðaskipum, öll þjónusta er til staðar og aðstæður eiga eftir að eflast. Helsti kostur þess að hafa viðkomu með farþega af skemmtiferðaskipum í Þorlákshöfn er nálægðin við mest sóttu ferðamannastaði á Íslandi. Þorlákshöfn er eina höfnin á vestan verðu Suðurlandi sem getur tekið á móti slíkum skipum. Með viðkomu í Þorlákshöfn opnast nýir möguleikar- t.d. ferð að Seljalands- og Skógafossi eða dagsferð austur í Jökulsárlón með viðkomu í Reynisfjöru og Skaftafelli.
Á myndinni má sjá hvernig stækkun hafnarinnar veitir stórum skipum gott aðgengi inn í höfnina og athafnapláss inni á höfninni og við viðlegukanta.
Sumarið 2022 verður farið að vinna við fyrsta áfanga að enn frekari stækkun hafnarinnar.
PORT
FACILITIES
GENERAL INFORMATION
Pilot Yes
Tidal movement 3,5m
MAXIMUM SHIP DIMENSIONS
Length 170m
Draft 8m
Air draft No restrictions
Beam 30m
ANCHORAGE
Available Yes
Pontoons Yes
Tugboats Available Tel. +354 892 6932
Type of bottom: Sand
Minimum depth: 8m
Distance from anchorage
to tender pier: 200m
PORT SERVICES
Bunkers Available
Supplies Available
Waste handling Yes
Fresh water Yes
Pilot channel 12
Emergency channel 16
Medical emergency Yes
ISPS Approved Yes
Ship tenders If needed
Crew facilities If needed
TRANSPORTATION
Shuttle services Yes – If needed
Excursion buses Yes – If needed
Taxis Yes – If needed
Public transportation Yes
Rental cars Yes – If needed
PASSANGER
FACILITIES
Terminal building No
Tourist information Yes
Shopping Yes
Restrooms Yes
Local currency Iskr.
Currency exchange Yes - local Bank 200m away
ATM Yes – at the petrol station 100 m away
Internet access Yes
Guide service Yes
City maps Yes – at Tourist info 200m away
Public telephones No
Mailboxes Yes
DISTANCES
City centre 200m
Airport 55km to Reykjavik Airport (domestic/international)
85km to Keflavik Airport (international)
HAFNAR
AÐSTAÐA
HELSTU UPPLÝSINGAR
Hafsögumaður Já
Kennialda 3,5m
MESTA SKIPASTÆRÐ
Lengd 170m
Djúprista 8m
Hæð Engin fyrirstaða
Breidd 30m
HAFNARAPSTAÐA
Hafnarlega Já
Smábátahöfn Já
Dráttarbátur Sími 892 6932
Sjáfarbotn í höfn Sandur
Minnsta dýpt: 8m
Fjarlægð frá innsiglingu
að bryggju: 200m
HAFNARÞJÓNUSTA
Hafsögubátur Til taks
Kostur Já – Umbeðið
Sorpgámar Já
Ferskvatn Já
Kallrás 12
Neyðarrás 16
Læknaþjónusta Já
ISPS Já
Þjónusta fyrir skip Ef þörf
Þjónusta fyrir áhöfn Ef þörf
AKSTUR TIL OG FRÁ HÖFN
Skutlur Já – Umbeðið
Skoðunarferðir Já – Umbeðið
Leigubíll Já – Umbeðið
Almenningssamgöngur Já
Bílaleiga Já – Umbeðið
AÐSTAÐA FYRIR
FARÞEGA
Farþegaafgreiðsla Nei
Upplýsingamiðstöð Já
Verslun Já
Almenningssalerni Já
Gjaldmiðill Iskr.
Gjaldmiðilsskipti Já - Landsbankinn í 200m fjarlægð
Hraðbanki Já – í Skálanum 100m fjarlægð
Netsamband Já
Leiðsögn Já - í upplýsingamiðstöð 200m
Götukort Já – í upplýsingamiðstöð 200m
Almenningssími Nei
Póstkassi Já
FJARLÆGÐIR
Miðbær 200m
Flugvöllur 55km - Reykjavík (innanlands)
85km - Keflavik (alþjóða)