top of page

ATVINNUSVÆÐI

Í Þorlákshöfn er mikið úrval lóða ætlaðar fyrirtækjum af ýmsum stærðum og gerðum. Fyrir liggur skipulag á stóru iðnaðar- og þjónustusvæði við höfnina og á upplandi hafnarinnar. Landrými er mikið og aðstæður allar góðar til uppbyggingar. Staðsetningin er mjög heppileg út frá helstu skilyrðum sem fjárfestar setja t.d. um staðarval fyrir iðnað og framleiðslu en er ekki síður kjörin vegna annarrar starfsemi.

Frá Þorlákshöfn eru góðar og greiðfærar samgöngur á landi til allra átta, aðeins 40 km til Reykjavíkur og ekki nema 85 km í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir Suðurstrandarveginum. 

ATVINNUSVÆÐI

HAFNARSVÆÐI

Mikil tækifæri felast í hafnarsvæðinu í Þorlákshöfn og hefur sveitarfélagið unnið að uppbyggingu þess síðastliðin ár og eru þær enn í gangi. Með þessari uppbyggingu er verið að stuðla að fjölbreyttari starfsemi á svæðinu og þannig að laða að ný fyrirtæki. Hlutir af þessari vinnu hefur verið að efla höfnina til þess að taka á móti stærri skipum og um leið huga að tækifærum tengdum ferðaþjónustunni. Nú er búið að breikka innsiglinguna, dýpka höfnina og búa til 230 metra snúningsflöt innan hafnarinnar.  Samhliða breytingunum á hafnarsvæðinu er verið að vinna að nýju deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið með fjölbreyttum atvinnulóðum.

IÐNAÐARSVÆÐI

VESTAN VIÐ

ÞORLÁKSHÖFN

Búið er að skipuleggja iðnaðarsvæði um 3 km vestan Þorlákshafnar með stærri lóðum fyrir iðnað sem ekki er mengandi en gæti þó haft lyktar-, hljóð- og/eða ásýndartruflandi áhrif fyrir íbúa Þorlákshafnar.

bottom of page